Thursday, July 12, 2012

Same same, but different

Margret ad bord besta isinn Hoi An Svona voru samraedur sem vid attum vid mann i lobbyinu um daginn: madur: "where are you from?" vid: "we are from ICEland" madur: "ohhhh, æland" sem vid erum bunar ad læra ad tydir Ireland vid: "no, æsssssland, not Ireland, æsssland, cold, up north, close to Greenland" madur: "ohhhh, Iceland, same same but different". Klikkadi skovidgerdarmadurinn Sidasta daginn okkar i Hanoi vorum vid ad labba medfram vodalega kyrrlatu og fallegu vatni tegar madur byrjar ad syna skonum hennar Margretar ahuga. Vid erum longu haettar ad kippa okkur upp vid ahuga heimamanna, okunnir koma med alls konar komment og spurningar, allt fra tvi ad minnast a hversu hvitar tennurnar okkar eru, eda hversu finar augabrunirnar eru til spurninga um tyngd og tekjur. Hann beygir sig svo nidur og smellir "superglue, very good, superglue" a nyju, dyru Ecco sandalana sem vid vissum ekki ad torfnudust vidgerda. Med leifturhrada var hann svo buinn ad klaeda hana ur skonum, i flip flop sandala og lata hana setjast medan hann aetladi ad gera vid skona. Margret byrjadi eitthvad adeins ad malda i moinn ad tad tyrfti nu ekki ad gera vid tessa nyju sko tegar hann rifur upp staerdarinnar nal og grofan tvinna og rekur i gegnum solann. Ta fekk Margret nog, reyndi ad na af honum skonum, en hann nadi ad smella sma svortum skoaburdi a hvitu saumana. Ta brjaladist Margret, sendi honum mordaugnaradid sitt, reif af honum skoinn, tusku og sendi honum nokkur vel valin ord medan hun nuddadi skemmdarverkid burt. Madurinn var eiginlega frekar hraeddur og solly, solly, solly sagdi hann, samt ekki nogu oft! Nokkru seinna saum vid annan turista lenda i svipudu, en hann var ekki alveg jafn brjaladur og Margret, svo teir nadu ad "gera vid" skoinn hans svo vid heyrdum hann oskra: "what are you doing with my shoe!!". Get ekki imyndad mer ad tetta se ardbaer starfsgrein.... Hanoi til Hoi An Vid akvadum ad taka flug fra Hanoi til Hoi An i stadin fyrir ad hossast 15 klst i svefnrutu. Eftir bid a skitugasta flugvelli sem um getur (golfid bokstaflega skreid og idadi af kakkalokkum og maurum) lentum vid i glampandi solskini i Hoi An og vedrid hefur verid svoleidis sidan - 4 daga i rod!! Tetta er otrulega kruttlegur baer og tvilikt gott ad komast ur havadanum og latunum i Hanoi. Hotelid er mitt a milli strandarinnar og midbaejarins og lanar manni hjol til ad komast a milli. Vid hofum adeins gefid tanorexiunni lausan tauminn, svo vid hofum turft ad vera i siderma og sidbuxum i dag vegna tess - SVITI!! Vid hofum gerst serstakir velgjordarmenn einnar fjolskyldu her i baenum. Tad er vist bara agaett ad hafa svona 250$ i manadarlaun, og vid hofum eytt adeins meira en tad i sersaumada jakka, kjol, vesti og sko. Sol, sersaumud fot og skor, baguette, isskaldur 630 ml bjor a 63 isk og hjolaturar nidra strond = HIMNARIKI! Tar sem vid hofum eytt ansi miklum tima med klaedskera-fjolskyldunni hofum vid fengid MARGAR spurningar. Teim fannst mjoooooog skrytid ad vid aettum enga kaerasta: "but you a velly beautiful". Svo fraeddumst vid lika um hefdir vardandi barnsburd, en til ad gera hudina sterka ma modir ekki bada sig, eda tvo hendurnar eda bara koma nalaegt vatni i 30 daga! Reyndar mega taer ekki gera neitt fyrsta manudinn, tengdamamman ser um heimilishald og born. Tetta er reyndar ekki ovitlaust - alvoru faedingarorlof :) Vid fengum lika mjog erfidar spurningar um astaedur efnahagskreppunnar, hversu lengi hun mun vara, af hverju konur i Afriku eru ad eignast born ef taer vita ad taer geta ekki faett tau ne klaett, hvad vid notum a hudina a okkur tegar vid faum bolur, hvers vegna tad tarf abyrgdarmann vid undirritun lana o.s.frv. Vietnam er otrulega litid land. Vid hittum sama folkid uti ad borda fyrsta kvoldid i Hanoi og vid saum svo i ferdinni i Mai Chau daginn eftir, og nu eru tau a sama hoteli og vid morghundrud kilometrum sidar! Vid hittum lika aftur gamla, "hressa" thyska parid sidan i Mai Chau a hotelinu adan. Og tad er ekki eins og tad hafi verid morghundrud manns i Mai Chau tennan dag, tad voru bara vid og 3 onnur por! Hoi An til Mui Ne Aetludum til Mui Ne nu i kvold med svefnrutu, 18 klst ferd. En tad var buid ad ofboka og vid erum tvi komnar heim a hotel aftur. Vid bokudum ferdina i gegnum hotelid okkar, svo vid vildum fa Hotel nottina i nott fria tar sem tetta er nu eiginlega teirra kludur, vid bokudum fyrir svo longu sidan. En tau tykjast ekki skilja neitt.... A morgun er allt uppbokad svo vid neydumst til ad taka flug til sudur til Saigon, en svo 4 tima rutuferd aftur nordur til Mui Ne. Stud. Tar sem Margret a afmaeli a morgun aetlum vid ad eyda naestu 4 nottum a luxushoteli :) Verdum ad halda uppa a sidasta arid sem hun er bara tuttugu og eitthvad! Takk fyrir oll kommentin, gaman ad vita ad einhver er ad lesa tad sem vid skrifum! p.s. Eg eignadist litinn, yndislegan og saetan fraenda 6.juli, svo tad verdur gaman ad koma heim og fa ad knusa hann svolitid :) Innilega til hamingju elsku Sonja og Johann! Yfir og ut! Steinunn og Margret p.s. set kannski myndir i tetta blogg sidar, er eitthvad bilad nuna....
A strondinni i Hoi An - MEGA nice!
Stytta i My Son - gomul musteri sem eru einu nafni kollud my son

6 comments:


  1. Gaman að lesa ferðasöguna ykkar. Ég bíð spenntur eftir næstu færslu. Kveðja úr sólinni hér á Fróni.

    ReplyDelete
  2. Elsku stelpurnar med fallegu tennurnar
    Gaman ad sja og lesa fra ferdalaginu. Gangi ykkur vel.
    Amma Sigurlaug

    ReplyDelete
  3. HÆ!
    Gaman að heyra allar sögurnar, mig langar bara að fara aftur í svona ferð við að heyra þetta. Trúi vel að þið hafið notið ykkar í Hoi An. Same same but different er svo mikil snilld, haha. Við vorum farnar að nota þetta alveg helling eftir smá stund í Asíulandinu :)Kannast líka mikið við svona rugl - þegar þeir vissu ekki neitt né skildu!
    Kær Asíukveðja,
    Hanna Rut

    ReplyDelete
  4. Hæ hó bíð spennt eftir næsta bloggi :o)

    Steinó

    ReplyDelete
  5. Þið eruð yndis :) gaman að heyra hvað er að gerast hjá ykkur :)
    luv luv luv Svanhildur

    ReplyDelete
  6. Elsku stelpur, spennandi að fylgjast með ævintýrum ykkar,knús Nína

    ReplyDelete